Wednesday, August 01, 2007

Tekjublaðið

Já, nú er enn eitt fárið skollið á í bókabúðinni, og í þetta skiptið er það Tekjublað Frjálsrar verslunar sem er komið út. Aldei hef ég tekið eftir þessu blaði, og því verð ég að viðurkenna að mér brá í brún hversu mikið er haft fyrir þessu. Ástæðan er sú að núna þyrpist jakkafataliðið og slúðurkerlingarnar inn í búðina til að hnýsast um hvaða 2500 íslendingar eru með hæstu tekjurnar. Ég verð að viðurkenna að ég hef afskaplega littla skoðun á því hvort að þessar upplýsingar ættu að vera birtar eða ekki, en þessi hnýsni finnst mér hreint út sagt ógeðsleg. Líklegast finnst mér að flestir séu að lesa þetta til að öfundast eða það sem er verra, finna út hvar þeir séu á listanum(gruna jakkafatakallana um það). En það sem mér finnst verst, er að laun einhverra manna skipti fólk svona rosalega miklu máli. Að peningar skipti fólk svona rosalega miklu máli. Ég meina, hvað í ósköpunum ætti ég að gera við þessar upplýsingar! Ætti ég að nota þetta sem stefnu: ég ætla að eignast svona mikinn pening einhvern tímann. Eða er þetta til að skapa umræðu næstu daga: Hvað ætli þeir geri svo fyrir allan peninginn...(ég held að þeir kaupi jeppa í fleirtölu by the way). Nei, ég verð að viðurkenna að ég skil þetta ekki alveg. Asnalega kapítalíska Ísland!

0 Comments:

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker