Wednesday, August 01, 2007

róni

Eftir Frönsku dagana var ég ákveðin í því að drekka ekki næsta mánuðinn. Ég hélt upp á þessa ákvörðun með því að kaupa mér miða á Innipúkann um næstu helgi og kíkja á Næsta Bar með Ingunni í gærkvöldi. Gott að vita hvað maður er alltaf staðfastur. Annars var rosalega skemmtilegt að hitta Ingunni, enda höfum við ekki hist í næstum tvo mánuði og báðar frá rosalega miklu að segja. Enda ég nýkomin úr ferðalagi, og hún búin að vera að vinna í Portúgal í sumar. Svo er hún að fara að flytja til Amsterdam og ég Kraká, þannig að þið getið rétt ímyndað ykkur spenninginn hjá okkur báðum. Annars sit ég núna á vinnustofunni minni að reyna að vinna í þessari blessuðu bókakápu. Er samt dáldið föst, þar sem ég veit ekki alveg hvenær deadline er hjá mér, auk þess sem mig vantar baksíðutextann og lógó og strikamerki og allt þetta. Svo þarf víst smettið á þeirri gömlu líka að vera aftan á kápunni. Gallinn við að gera kápu fyrir spennusagnadrottningu.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker