Wednesday, July 04, 2007

orðræða

Það er erfitt þegar maður er ekki með "slangið" á hreinu. Er mjög líklega að fara að gera lógó fyrir áhugamenn um bifhjól á austurlandi, til að fjármagna Kraká ferðina ;). Allavega, Hrefna mamma Aðalbjargar plöggaði þetta fyrir mig, og áframsendi hún lýsinguna á lógóinu til mín. Þegar ég las lýsinguna, þá hafði ég nú aldrei heyrt eins fáránlega hugmynd að lógói! Hippi sem kemur á móti manni, og dreki í leðurjakka sem sæti á einhverju. Var engan veginn að skilja þetta, eru þeir eitthvað á móti hippum og vilja keyra þá niður! En nei, komst svo að því að orðið "hippi" er oft notað fyrir mótórhjól. Meikar talsvert meira sens núna!

0 Comments:

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker