Thursday, June 28, 2007

Nie rozumiem

Dzień dobry! Ég á í skrítnum samskiptum við skólann í Kraká þessa dagana. Aðalega, því ég fæ mjög skrítin email frá þeim til baka. Fékk vægt hjartaráfall í gær, þegar mér skyldist á emailinu sem ég fékk að mappan mín hafi aldrei komist til skila. En eftir að hafa hringt í dag, þá veit ég að hún komst á leiðarenda. Hjúkk. Skilst líka að ég þurfi að skrá mig á einhverja síðu, og svo gæti ég þurft að fara til Póllands um miðjan júlí. Skylst líka að það sé afskaplega mikilvægt að kunna pólsku í þessu námi, þar sem allir fræðikúrsar eru kenndir á pólsku. En ég er þrjósk. Hversu erfitt getur það verið að læra pólsku! isspiss, maður fer létt með það...
Er þegar byrjuð að grugga í því á netinu, mjög gaman. Getur hlustað og allt. Ekki frá því að ég hafi náð að bæta framburðinn í gær. Hef tekið eftir því að maður verður dimmraddaðri þegar maður talar pólsku. Eða kannski er ég bara ósjálfrátt að herma eftir pólsku konunni í prógramminu. Do widzenia.

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Þú græðir helling á því að læra pólsku, bæði geturu stundað námið og talað við alla sætu pólverjana hérna á íslandi!!! kv. Guðbjörg

29 June, 2007  

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker