Monday, June 25, 2007

um kort

Áður en ég fór í Eymundsson þá áttaði ég mig aldrei á því hvað orðið kort getur átt við margt. Af reynslu minni hef ég séð að það gera heldur ekki viðskiptavinirnir og margir sem spyrja:

"Hvar eruð þið með kort?"

Ég: "hvernig kort?"
stundum segja viðskiptavinirnir: "ferðakort"
og auðvitað getur það átt við tvennt: íslensk ferðakort eru á standinum við dyrnar og erlend ferðakort eru upp í erlendu deild á 5.hæð.

Ef að þau spyrja um gjafakort? þá getur það átt við um gjafakort Eymundsson sem er selt við kassann, miðbæjargjafakortið sem er selt í íslensku deildinni. Og svo tækifæriskort(sem margir kalla gjafakort) sem eru í ritfangadeildinni.
Því sjáið þið að það að fara inn í eymundsson og spyrja um kort, er mjög flókið mál. En þetta voru punktar dagsins, og þið sjáið því að ég hef svosum ekkert merkilegt að segja nema að ég var í vinnunni í dag. En get þó sagt eitt, ég er hugsanlega komin með verkefni, og það kápu fyrir nýja bók eftir drottningu spennusagnanna sjálfa...tammdammdammdamm. Ætla ekki að segja meira í bili...

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Svo ekki sé talað um greiðslukort.

30 June, 2007  

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker