Thursday, June 21, 2007

skipulagðar kengúrur

Hún Kristín vinkona mín úr grafíkinni átti afmæli áðan og því fórum við nokkur og borðuðum saman á Tapas. Ég ákvað aldrei þessu vant að vera sérlega ævintýragjörn og fékk mér m.a kengúrusteik og lambakjöt í lakkríssósu. Bæði bara nokkuð gott. Fórum svo á Kbar á eftir, þannig að þetta var bara mjög skemmtilegt kvöld. Annars er ég búin að vera sérlega einhverf í vinnunni undanfarið og hef verið að raða öllu upp á nýtt. Á það til að týna mér í þannig hlutum og alveg án þess að leiðast. Get samt ekki sagt að herbergið mitt sé svona skipulagt, en kommon, maður verður að gera vinnuna skemmtilegri! Þannig að ef einhver á leið í íslenskudeildina í Eymundsson Austurstræti, þá takið eftir útstillingunum á bókunum, sést klárlega að þar er manneskja með gráðu í smekklegheitum á ferð. Annars er ekkert merkilegt að segja, lífið er ágætt, veðrið er ágætt, er eitthvað hægt að vera að kvarta?

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Sælar, Guðmundur heiti ég.

Alena, rússnesk stúlka sem leigir hjá mér í sumar var að sýna mér bloggið þitt. Hún talar fína íslensku og hefur gaman af því að lesa íslensk blogg. Leitt að heyra hvað íslensku leigjundurnir sem ætluðu að koma og skoða voru dónalegir.

22 June, 2007  

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker