krakandi fréttir
Talaði við tengilið minn í Kraká í morgun og ég er víst að fara í viðtal 16.júlí. Þannig að ég eyddi um 4 tímum í morgun í að skoða flugfargjöld. Er ekki enn komin að niðurstöðu, en mér sýnist að það eigi eftir að kosta um 30000 fram og til baka bara af landinu, og svo á eftir að bætast við flug frá köben eða london. Þannig að ef einhver fær gífurlega löngun til þess að styrkja mig þá segi ég ekki nei. Kannski ég ætti að kveikja í íbúðinni og fara svo í Dv og biðja um fjárhagsaðstöð frá landinu. Ætli það virki...
2 Comments:
Nie mam pieniędzy!
kveðja;
Guðbjörg
Það er flogið beint til Póllands frá Egilsstöðum og það held ég að kosti um 50.000 kr.
Post a Comment
<< Home