Wednesday, June 13, 2007

exton

Nú er ég officially komin með vinnustofu í gamla Exton-húsinu. Tek sjálfa mig strax alvarlega, eiginlega bara eins og alvöru hönnuður núna sem vonandi fer að gera alvöru verkefni bráðum og fæ þá vonandi alvöru tekjur meðfram því. Annars lítur þessi vinnustofa mjög vel út, ef það er eitthvað sem ég er hrædd um, er að loftið verði þungt. En skilst að loftræstingin eigi að vera góð. Svo er þetta bara voða kósí og meira að segja tvö fótboltaspil í "stofunni". Gæti ekki verið betra.
Fór í heimsókn til Kristínar áðan. Þar var Heiða líka og nýji meðleigjandinn þeirra sem ég man ekki hvað heitir. En allavega, það var vel tekið á móti mér með fullt af sælgæti, kók, popp og video. Gæti ekki hafa verið betra.
En núna ætti ég kannski að fara að sofa, þarf að fara að mikilvægan fund í fyrramálið. Sagði þetta bara, því núna tek ég mig svo alvarlega. Reyndar er þetta bara enn einn betl-fundurinn, þar sem ég skríð inn í einhverja auglýsingastofuna og býð fram portfóliuna mína í von um grænna sumar...

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Til hamingju með vinnustofuna sæta mín :D

Þú ert sko orðin algjör pro ;)

Hlakka rosalega til að hitta þig í sumar !!!

Kossar og knús :*

Gyða

16 June, 2007  

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker