Saturday, June 23, 2007

jónsmessunótt

Dagurinn var yndislegur. Fór með Elínu og Bjarna í grasagarðinn þar sem við lágum í grasinu og spiluðum yatsí. Hef ekki verið nógu dugleg að nýta mér þennan garð en það breytist hér með. Vissuð þið að hann er bara einn af um 1500 grasagörðum og trjásöfnum í heiminum og það vaxa um 4000 tegundir af gróðri. Já, ég er svo mikill lúði að ég gúglaði grasagarðinum áður en ég fór þangað.

Annars ætla ég bara að vera róleg í kvöld, þar sem ég er enn að jafna mig á viskíinu síðan í gær. Jeppe eldaði ljómandi góðan mat handa mér og vinum hans Lau og Katrinu sem voru í heimsókn. Svo bauð hann upp á mikið áfengi og svo fórum við í bæinn. Annars hef ég ekkert merkilegt að segja nema að ég laumast kannski út og velti mér upp úr dögginni á eftir. Skilst að það eigi að vera voðalega gott fyrir mann á Jónsmessunótt. Líka alveg óhætt því að tröll og aðrar vættir eru sofandi í alla nótt.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker