Góð og rauðbrún helgi
Helgin var bara yndisleg. Fór í ágætis partý með Sölva og félögum á föstudagskvöldið. Vaknaði þrátt fyrir það eldhress á laugardagsmorguninn og fór heim til Aðalbjargar þar sem við kláruðum að mála herbergið. Myndir af meistaraverkinu koma inn síðar. Var hjá Aðalbjörgu allan daginn þar sem við gerðum margt skemmtilegt. Fórum í sund, og gönguferð og róluðum og lékum við Hrefnu og Telmu, þó greyið Hrefna væri veik. Telma náði þó að halda uppi orkunni fyrir þær báðar, enda er stúlkan farin að taka sín fyrstu skref. Held ég hafi aldrei séð eins stolta manneskju á ævi minni. Svo grillaði Svenni um kvöldið og borðuðum við úti á fína pallinum þeirra. Ég er alveg mjög sátt við veðrið sem er búið að vera. Enda er ég að verða mjög brún(í rauninni bara rauð, en hei!)Maður verður líka að passa sig, var í smá stund í portinu á Vegamótum með Kristínu og ég er skaðbrunninn á annari hendinni. Hjálpaði svo ekki til að við fórum í sund á eftir. Gleymi alltaf að nota sólarvörn á Íslandi, þó það auki óneitanlega á stemminguna. Líður eiginlega alltaf eins og ég sé geðveikt brún þegar ég er með sólarvörn, enda einhver útlandastemming í því. Þó maður sé auðvitað að verja sig við sólinni. Ég er kjánaleg, ég veit. En allavega, fór líka í heimsókn til mömmu í dag og svo í mat til Elínar, Bjarna og Hiro kistunnar þeirra. Þannig að ég hef nú bara ekkert verið heima um helgina, enda ekkert gaman þar sem meðleigjendurnir eru bara arkandi upp á fjöllum. Jæja, nóg í bili, er að vinna í að finna besta hugsanlega flug. bæbæ.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home