Sunday, June 17, 2007

herra Tyggjó

Í gær dunduðum við Aðalbjörg okkur við að mála vegg í herberginu hjá dætrum hennar. Hún sagði að ég mætti alveg ráða hvað ég gerði, þannig að á veggnum býr núna Herra Tyggjó, mjög svo bleikur pandabjörn. Á eftir að gera einn vegg í viðbót, ætla að hafa þar fljúgandi kolkrabba að týna blóm af himninum. Verður allt mjög súrt, en fallegt og glaðlegt. Fór svo í afmæli hjá Grétari um kvöldið. Laug í honum að ég hafi bara notað svartan lit og málað köngulær á vegginn hjá þessum tæplega eins árs gömlu stelpum. Hann sem þekkir verkin mín virkilega trúði mér og svipurinn á honum var óendanlega fyndinn. En ég átti inni hjá honum, veit ekki hvað hann hefur oft náð að ljúga að mér, enda er ég afskaplega trúgjörn. En það var bara mjög gaman í afmælinu og fórum við svo í bæinn á eftir. En bærinn er leiðinlegur þessa dagana, hef ekki skemmt mér almennilega í bænum allan mánuðinn. Ekki gott. En jæja, ætla að fara að undirbúa mig undir 17.júní hátíðarhöld...

0 Comments:

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker