iðandi tilhlökkun!!!
Nú eru öll flug bókuð og hostelið líka og ekkert hægt að gera nema að hlakka til. Að vísu kvíðir mér smá fyrir viðtalinu á mánudagsmorgun kl 9. En hei, þetta verður pottþétt skemmtileg ferð. Þetta er í fyrsta skiptið í langan tíma sem ég fer til útlanda sem algjör túristi. Samt í rauninni ekki algjörlega út af viðtalinu. En samt sem áður, þá mun ég hafa mikinn tíma aflögu í túristadæmi. Ætla samt að passa mig á að vera eins lítið túristaleg og hægt er, því maður er nú bara easy target þannig. Vil líka líta á þessa ferð sem research fyrir vonandi nýjum hversdagleika. Hlakka samt hvað mest til að fara í Galeria Plakatu, þar sem ég mun væntanlega sjá glás af sjúklega flottum plakötum eftir alla uppáhalds hönnuðina mína. Þar verður líka hægt að kaupa bækur eftir Krzysztof Dydo, eiganda gallerísins og mikinn pólskplakatasérfræðing. Hlakka líka bara svo til að sjá plakötin í réttri stærð. Sá auðvitað fullt í Berlín, en ennþá meira úrval þarna. Kannski ég geri þetta jafnvel bara strax á sunnudaginn, svo ég geti farið aftur ef mig langar... Ætla líka að skoða fullt af kastölum og prófa fullt af kaffihúsum til að sjá hvaða hverfi eru skemmtileg. Held þetta verði æðisleg ferð. Vona að ég kynnist einhverju skemmtilegu fólki á hostelinu eða einhverstaðar svo ég verði ekki ein allan tímann. Ég er nú að fara að sofa með 7 ókunnugum í herbergi, þannig að ég hlýt að kynnast einhverjum, eða allavega hrotunum þeirra...
0 Comments:
Post a Comment
<< Home