allesgút
Jæja, þá er maður loksins kominn með "alvöru" verkefni. Hér með get ég tilkynnt það að ég mun gera kápu fyrir næstu Mary Higgins Clark-bók sem kemur út á íslensku. Finnst það dáldið fyndið verkefni, en samt sem áður mjög gott. Að vísu er nafnið hennar svona helmingurinn af forsíðunni, en fyrir utan það, þá er þetta frekar frjálst verkefni. Þar með get ég líka farið til Kraká, enda komin með fullvissu um að ég sé ekki að steypa mér í enn frekari skuldir. Eitthvað sem ég má ekki við. Þannig að núna er bara að panta flugið. Flugplanið verður sennilega svona: Flogið til London 14.júlí, þar þarf ég að hanga nokkra tíma á flugvellinum og tek svo flug til Kraká. Flýg svo til Berlínar 19.júlí, og verð þar til 23. þegar ég flýg heim til Reykjavíkur. Svo verð ég heima í tæplega tvo daga og flýg svo til fáskrúðsfjarðar 25.júlí og verð þar til 29. þegar ég keyri einhvern veginn suður. Nokkuð spontant sumarfrí verð ég að segja. Ekki verra, þá þarf ég ekki að eyða mörgum mánuðum í að hlakka til.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home