búkkover end blúberrís
Er búin að vera að vinna mjög mikið undanfarna viku, og því er ég stolt að geta sagt að ég eyddi eina frítíma mínum þessa helgi upp á vinnustofu þar sem ég var að gera bókakápuna. Er ekki frá því að þessi kápa verði nokkuð flott. Vildi segja GEÐVEIK en var hrædd um að fólk myndi finnast ég of mikill egóisti. En þar sem ég er það, þá segi ég það bara, þessi kápa verður geðveik. Allavega, nóg rugl. Eyddi svo kvöldinu með Kristínu og félögum þar sem við grilluðum dýrindis máltíð og borðuðum fullkomin jarðarber og bláber í eftirrétt. Ekki amalegt kvöld. En nú er ég þreytt. bless.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home