Monday, June 11, 2007

vinnustofustaðafréttir

Ég er hugsanlega komin með vinnustofu. Finn nefnilega að ég hef ekki agann í að vinna heima. Sef alltof lengi, það er alltof mikil birta á skjánum hjá mér og ja, ég fer bara að gera eitthvað allt annað sem verður til þess að ég verð löt, leið og leiðinleg. Langar að vera í kringum aðra hönnuði og listamenn að vinna, sem ég geri ef ég fæ þessa vinnustofu. Er líka á spottprís, 10000 kr á mánuði. Hef eiginlega ekki efni á því, en verð að líta á það sem fjárfestingu. Er líka strax inspíruð og farin að teikna á fullu. Nýtt prójekt komið í gang. Er eiginlega bara með fullt af hugmyndum í augnablikinu.
Annars er ég vona að smá stríð sé byrjað í vinnunni. Ekkert vont, bara smá hrekkjastríð. Ein stelpan byrjaði nefnilega að setja miða á bakið á annari stelpu. Ég hjálpaði þeirri seinni að hefna sín og setti þjófavörn aftan byrjunarhrekkisvínið. Hefði verið óendanlega fyndið hefði það tekist, en því miður tók hún eftir því rétt áður en hún fór úr vinnunni, en þá var hún búin að ganga með verðmiða og þjófavörn á sér í um klukkutíma, múhahaha. Er að vona að nú verði þetta svona mission í vinnunni að fatta upp á næsta hrekk. Gerir vinnuna óneitanlega skemmtilegri...

0 Comments:

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker