Thursday, June 07, 2007

jammjamm

Í morgun þegar ég kíkti á lhí-póstinn minn sá ég að það voru tvö dreifibréf um verkefni. Þar sem ég var nýbúin að skoða heimabankann minn, þá var ég ekki lengi að svara báðum meilunum. Annað þeirra var auglýsing eftir grafískum hönnuðum til að gera myndir fyrir boli. Hljómaði skemmtilegt, og því fór ég í viðtal alla leið upp á Höfða. En nei, ég er ekki svo örvæntingafull eftir verkefnum að ég fari að "hanna" ljóta túrstaboli. Segi ég hanna innan gæsalappa, því maðurinn sem tók viðtal við mig var búinn að velja út hestamyndir sem hann hafði hugsað sér að yrðu raðað á bolina með tilheyrandi texta á nokkrum tungumálum. Afhverju í ósköpunum hann vildi hönnuð til verksins skil ég ekki, hann vantaði bara einhvern sem kynni á photoshop! Þetta voru því skiljanlega mikil vonbrigði. Hin auglýsingin var frá eldri konu sem byrjaði að spyrja mig í símanum hvort ég kynni á Pdf-forrit. Mjög krúttlegt :) En henni vantaði auglýsingu fyrir ferðaleikhús sem hún stjórnar. Það verkefni virðist þó nokkuð skemmtilegt, og er ég að fara að hitta hana á þriðjudaginn. Hef á tilfinningunni að ég nái að sannfæra hana um að leyfa mér að gera eitthvað rómantískt og flott, enda skilst mér að leiksýningin sé eftir þjóðsögum. Því gæti verið að ég sé loksins komin með eitthvað verkefni...

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Alveg er ég handviss um að ég viti hver þetta var sem þú fórst til upp á höfðann....bara akkúrat man ég ekki nafnið á fyrirtækinu..en hann selur bolamerkingar og fleira...hann stigur ekki vitið ef þetta er sami náunginn

Guðbjörg

09 June, 2007  
Anonymous Anonymous said...

fyrirtækið hét Tanni

09 June, 2007  

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker