Wednesday, June 06, 2007

verkefnaleit

Afskaplega lítið á daga mína drifið undanfarið. Er byrjuð að vinna í Eymundsson alla virka daga frá 3-8, þess á milli er ég að leita mér að verkefnum. Er búin að fara í tvær stofur þessa vikuna, hvíta húsið og vatíkanið. Á báðum stöðum og þá sérstaklega vatíkaninu fékk ég mjög góð viðbrögð við verkunum mínum. Vona að ég eigi eftir að fá einhver verkefni, er farin að örvænta, og satt að segja að deyja úr leiðindum. Langar að fá eitthvað ögrandi og skemmtilegt viðfangsefni. Hef heldur ekki efni á neinu hangsi.
Annars fæ ég iðulega sömu svörin þegar ég fer og sýni möppuna mína. Flestum finnst verkin mín flott og langar að nota mig í einhver sniðug verkefni, en efast samt um að verkin mín nógu commercial. Eitthvað sem ég veit sjálf, en ég verð að spyrja: Er commercial í alvörunni að selja? Finnst einmitt að stór partur af almenningi kunni vel að meta ócommercial hönnun. Fékk allavega oft að heyra það á útskriftarsýningunni. Fólk er orðið leið á hönnun sem er öll eins. Spurning hvenær þeir sem framleiða auglýsingar fatti það.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker