Sunday, June 10, 2007

púl og svindl

Helgin er bara búin að vera nokkuð skemmtileg. Fór í gær með Elínu og Bjarna í pool. Aumingja Bjarni að þurfa að spila við okkur Elínu, við vorum báðar hræðilegar. Þó ég verði að segja að ég bætti mig þegar fór að líða á kvöldið. Fórum svo á kaffibarinn á eftir. Verð að segja, sem ekkireykingamanneskja að mér blöskrar dálítið meðferðin á reykingafólkinu á kaffibarnum. Það er svosum fínt að það sé ekki reykt inni, en mér finnst þá lágmarkið að fólki sé hleypt út í port til að reykja. En á kaffibarnum var komin einhver V.I.P stemming inn í portið (kenni um óþolandi dyraverðinum sem er tiltölulega nýbyrjaður), mjög erfitt að fá að komast út. Og ekki var hægt að fara út um aðaldyrnar nema að eiga á hættu að komast ekki inn aftur. Hitti engan sem ég þekkti þarna, sem er mjög óvenjulegt, þannig að spurning hvort að allt reykingaliðið sem var með mér í skóla sé farið að fara á staði sem eru reykingavænni, með betri svölum eða eitthvað þannig. Hefur allavega gleymst að láta mig vita...
Annars svaf ég alveg heillengi frameftir. Dagurinn var því nokkuð rólegur, en við Sölvi afrekuðum það að gera íbúðina glampandi hreina áður en Jeppe kemur heim frá Svíþjóð á morgun. Fórum svo bíó á myndina Hoax sem er alveg stórskemmtileg, mæli með henni. Jæja, ætla að fara að finna mér eitthvað að gera, á ekki eftir að sofna strax, ókosturinn við að sofa út.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker