Wednesday, January 31, 2007

Bók Mánaðarins


Þar sem eitt af áramótaheitum mínum var að kaupa eina hönnunartengda bók á mánuði, þá var ekki seinna vænna en að fara í innkaupaleiðangur í dag. Fyrir valinu varð bókin "Fancy Alphabets" og er bókin stútfull af allskins úberrómantísku letri. Bókin er mikill innblástur og ekki er verra að uppgötva þegar maður kemur heim með bókina, að með henni fylgir geisladiskur með öllum myndunum úr bókinni og er maður hvattur til að nota þær að vild. EKki frá því að ég sé strax komin með nokkrar hugmyndir fyrir lokaverkefnið.

Annars fór ég áðan með nokkur verk inn á auglýsingastofuna Pipar, en þangað átti maður að skila verkum fyrir FÍT verðlaunin. Stofan er stór og hvít og allir sjá mann þegar maður labbar í gegnum herbergið. Það virðist ekki gaman í vinnunni hjá fólkinu. Þegar ég ætlaði að labba út, þá æddi ég að Kramervísu inn í fundarherbergi sem var staðsett við hliðina á útganginum. Vúps.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker