Thursday, June 22, 2006

Hebbi kominn í heimsókn.

Afsakið bloggleysið, en það er búið að vera afskaplega mikið að gera hjá mér seinustu daga.
Á þriðjudaginn byrjaði dagurinn þannig að ég fór með illustration bekknum mínum að skoða þar sem frímerkin og peningarnir eru prentaðir. Þar var mjög mikil öryggisgæsla og þurftum við að skilja veskin okkar og vegabréf eftir í afgreiðslunni. Þetta var mjög áhugavert, þó ég viðurkenni að ég skyldi ekkert af því sem leiðsögumaðurinn sagði, en ég fattaði þó hvernig tækin virkuðu. Var samt pínku svekt að við fengum bara að sjá frímerkjaprentunina en ekki peningaprentunina. Var að vonast eftir að við fengjum svona gjöf eins og maður fær alltaf í svona heimsóknum. HEfði alveg viljað fá smá pening ferskan úr verksmiðjunni, en ég var víst of bjartsýn. Fengum ekki einu sinni að taka bréf úr ruslinu. Sá ótrúlega flottan pappír í ruslagámnum,´langaði að nota hann í eitthvað, en það mátti ekki.
Eftir heimsóknina í verksmiðjuna fór ég og sótti Hebba á flugvöllinn. Gerðum ekkert mikið fyrsta daginn, en ég labbaði með hann "út um allt" og hann fékk að upplifa geðveikina í kringum fótboltann, þar sem þýskaland var að keppa og vann. Það þýddi auðvitað mikil fagnaðarlæti, sem því miður heyrðust inn um svefnherbergisgluggann minn um nóttina.
Á miðvikudaginn fór ég svo í þýskukennslu sem er alltaf skemmtileg. Erum alltaf svo fá í tímunum núorðið, við Lauren vorum bara einar seinast. Þetta er bara orðin fínasta einkakennsla, ekki amarlegt. Fór svo með Hebba í smá verslunarleiðangur og svo fórum við á nokkra tónleika, því það var "fet de la musica" sem þýðir að það er glás af hljómsveitum að spila úti allstaðar, og allt frítt að sjálfsögðu. Fórum fyrst á tónleika með írskri, sígauna grúv hljómsveit sem heitir Trubadore, mjög skemmtileg og hress hljómsveit sem hægt er að finna á Myspace ;). Um kvöldið sáum við svo ótrúlega skemmtilega hljómsveit, sem ég veit ekki alveg hvað heitir, en gengur undir skilgreiningunni "junkpop". ÞEtta var hópur af ungum tónlistarmönnum sem voru bara eitthvaða að impróvæsa á staðnum. Einhver að rappa og þetta passaði einhvern veginn ekkert saman en var samt ótrúlega flott. Svo voru þau alltaf að skipta út trommuleikara eða bæta við gítarleikara, þannig að tónlistin breyttist stanslaust. Ótrúleg stemming. Á tímabili sá svo 4 ára stelpa um söngin og ég get alveg sagt að hún var að meika það. Við hefðum bara viljað vera með vídjókameru til að taka þetta upp, hópurinn þarna var svo ótrúlega fjölbreyttur og stemmingin frábær.
Í dag fórum við svo á Egypska safnið. Það var bara mjög skemmtileg. Hef aldrei farið á þannig safn, en auðvitað langað það geðveikt. Í bónus fékk maður svo líka að fara og skoða gríska og rómverska fornmuni, sem var líka gaman. Fórum svo að sjá Checkpoint Charlie, sem er náttúrulega algjör nauðsyn fyrir hvern túrista í Berlín, en fyrir þá sem ekki vita, þá er þetta hliðið sem var á múrnum á milli austurs og vesturs. Jább, held þá bara að dagurinn sé nokkuð mikið kominn, nema hvað að það virðist sem við séum að fara á tónleika með Andi. JÆja, bæbæ

0 Comments:

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker