Sunday, June 18, 2006

17 júní í gær

TIl hamningju með gærdaginn Íslendingar góðir. Og hvernig heldur maður svo upp á þjóðhátíðardaginn í Berlín, jú, maður fer í grillveislu hjá sendiherrahjónunum.
Sendiherrabústaðurinn er staðsettur lengst í burtu, í Grunewald í fallegu hverfi sem inniheldur mörg mjög rómantísk og falleg hús. En það fór ekki á milli mála, hvar íslenski bústaðurinn var, því allt í einu var maður staddur niðrá Höfðatúni. Greinilega sami gaurinn sem hefur hannað þetta hús sem samanstóð af dökkum steini, gleri og parketi á veggjunum, oooooohhhhhhjjjjjjjjjjj. Alveg fer þessi stíll í mínar fínustu taugar. Bara aumingja fólkið að þurfa að búa þarna inni. Garðurinn var mjög stór, en allt umhverfið leit út eins og maður væri inn í þrívíddarforriti, maður stökk bara beint inn í renderinguna. Mjög fyndið. ALlavega, við fengum lambakjöt, sem er auðvitað það sem skiptir mestu máli :)Svo voru víst íslenskar pulsur líka á boðstólnum, en þær voru ekki grillaðar þannig að ég lét þær vera. Mjög fyndið, því auðvitað voru svona þjónar í svarthvítum fötum og einn þeirra var ótrúlega snobbbaður í útliti eitthvað. Svo er hann að labba með svona silfurbakka fullan af PULSUBRAUÐUM! Alveg kódak móment, vildi að ég hefði verið með myndavél.
Eftir húllumhæið þá fór ég með Helgu og Huldu að drekka vín og svo ætluðum við í eitthvað partí sem vinur hennar var í, sem var í gámi á einhverju túni. En hann var farinn áður en við náðum að koma, þannig að eftir að hafa labbað endalaust mikið, þá hættum við við að fara og löbbuðum endalaust mikið til að fara niðrí Ballhaus MItte. EN þegar við loksins komum þangað, þá var ég eiginlega dottin úr öllu stuði sem batnaði ekki við að vera staðsett´á mesta túristabælinu þá stundina. Þannig að ég fór bara heim, en klukkan var þá orðin 3, þannig að það var ágætt. Annars ágætur 17.júní, verð ég að segja.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker