Friday, June 16, 2006

Bókaleit í mollunni...

Já, í dag var bara molla. Það er búið að vera svo heitt síðustu daga, eða í kringum 30 gráðurnar. Verð að viðurkenna að ég er bara ekki gerð fyrir svona hita. Nóg fyrir mig 20 gráður, í mesta lagi. Er með svona "central heating" sem er bara of hátt stillt svo ekki sé bætt við auka utanaðkomandi hita.
Annars er ekkert merkilegt að skeð. ER bara með þessa hrykalegu þörf til að lesa eitthvað skemmtilegt, en þar sem ég er ekki með neinar bækur hérna, þá fór ég í leiðangur í gær. Byrjaði á háskólabókasafninu, sem er riiiiisastórt, en lítur út eins og fangelsið í Prison break. Maður má ekki fara með töskurnar sínar inn, heldur verður að setja hana í skáp í andyrrinu, gengur svo meira að segja í gegnum svona hlið eins og í búðum, rosalega paranoid allt saman. Allavega, þar voru bara einhverjar fræðibækur, sem ég er ekki alveg að nenna að lesa í augnablikinu, eða sjaldan :/, þannig að ég hætti við það og fór í staðinn á Stadt bibliotekið sem er í hryllingsbælinu Potzdamer Platz. Þar þyrfti ég að vera með vegabréfið mitt og registration formið sem sýnir heimilifangið mitt(en ég er ekki ennþá búin að því, og það tekur því einhvern veginn ekki núna), þannig að ég get ekki tekið bækur þar. Hundfúl í 30 stiga hita og með brjálaða sænska fótboltaáhugamenn í lestinni, fór ég í næstu bókabúð og keypti mér bók. Og, já hvaða bók keypti ég svo. Ég lúðinnn, keypti mér nýju Eragon bókina, sem var á góðum prís og nógu þykk til að duga mér í einhverja daga ef ég spara hana. Hún er mjög skemmtileg, þannig að ég er voða glöð :)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker