Sunday, June 25, 2006

dauðþreytt og sólbrunnin

já, seinustu dagar hafa verið strembnir, en ég held að ég ætti að fá verðlaun fyrir að vera besti touristguide í heimi, eða allavega í berlín í augnablikinu. Í gær fórum við Hebbi að skoða Berliner Dom, eða berlínsku dómkirkjuna ;). Hún er ótrúlega stór og flott og geðveik, snérist næstum til kristni, svo flott var hún ;), set inn myndir seinna. Vá, ég held að heilinn á mér hafi soðist í hitanum, man allt í einu ekki hvað við gerðum meira í gær, jú horfðum á tvo seinni hálfleiki á hm. Það ótrúlega er að ég skemmti mér vel. Held ég sé að verða eitthvað lasin, er að smitast af hm-veirunni, enda erfitt að vera heilbrigður innan um þetta æði. Allavega, í dag vöknuðum við snemma og fórum í siglingu á bát á ánni Spree en hún liggur í gegnum berlín. Mjög gaman. Svo fórum við í Mauer Park, þar sem Hebbi keypti ekki neitt, en fannst mjög gaman, en ég aftur á móti keypti Polaroid myndavél, hálsmen, ótrúlega flotta bók um kvikmyndagerð frá 1968 og bolla, allt fyrir 10 evrur, það besta var að samtals átti þetta allt að kosta 30 evrur, en vegna prútthæfileika minna þá sparaði ég 20 evrur :D, geri aðrir betur! Ætluðum að fara að skoða Múrinn í kvöld, en held við gerum það annað kvöld í staðinn, því ég hef alveg verið að hunsa lærdóminn, reyndar ætti ég að vera að læra núna, en er strand vegna tækniörðuleika. Finn út úr ´því í skólanum á morgun. Jæja, segi þetta nóg í bili, blessbless, já nennir einhver að kommenta, finnst eins og enginn lesi bloggið mitt lengur :(

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Ööööhhhh comment!

26 June, 2006  

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker