Wednesday, June 14, 2006

Bless Hans Dieter

Já, nú er það sennilega að eilifu búið, gott samband mitt og kóngulónnar Hans Dieter. Það byrjaði illa, þar sem ég fékk taugaáfall þegar ég uppgötvaði þessa risastóru kónguló á baðherberginu okkar, en þar sem hann var bara í einu horni, kjur og angraði engan, þá varð hann að kærum vini sem gott var að spjalla við þegar maður fór á klóstið.
Hans Dieter átti tvö heimili í baðherberginu, tvö horn sem hann fór á milli. Hann var ánægður þar og dafnaði vel. En undanfarið hefur hann orðið gráðugri og í morgun var hann kominn með enn eitt hornið. Í kvöld þegar við Andi komum heim, þá uppgötvuðum við að Hans Dieter var horfinn. Við leituðum út um allt en fundum hann ekki. En áðan þá fundum við hann aftur, hann var við hliðina á klóstinu. Hann var ekki einn, hann var með kærasta, því þegar við sáum stærðarmuninn á þeim, þá uppgötvuðum við að Hans Dieter er kona.
En hún/hann var orðin of frekur. Vefurinn hans er í slykjum út um allt loft, og nú ætlaði hann að byrja á vaskinum, og sennilega að ríða hinni kóngulónni og eignast lítil kóngulóarbörn. Þar sem við Andi erum ekki alveg reiðubúnar í það, þá ákváðum við að kveðja Hans Dieter og maka hans/hennar. Þau búa núna út á svölum, spurning hversu lengi. Kemur í ljós hvort þau búi þar eða haldi út í hinn stóra heim, en hvernig sem fer, þá vona ég að hann verði hamingjusamur og njóti lífsins. Bless Hans Dieter...

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Þetta er fyndin bloggfærsla, hló mikið, mjög ánægjulegt þar sem ég er veik :D en bless hans dieter...leitt að ég kynntist þér aldrei.

14 June, 2006  

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker