Monday, June 12, 2006

framtíðaráform

Þegar maður er svona í öðru landi að læra, þá get ég ekki annað en farið að pæla í hvar ég ætti að taka masterinn. Gott væri að taka það í enskumælandi landi, gott upp á að skilja eitthvað :/, er mjög hrifin af Berlín, en maður þarf helst að kunna þýsku í skólanum og ég fíla námið hérna ekkert svakalega. Er búin að vera mikið að skoða Pólsk plaköt, og ég er ekki frá því að ég taki stefnuna á Krakow. Plakatamenningin í Póllandi er svo rosalega mikil, t.d þá endurhanna þeir alltaf öll kvikmyndaplaköt, svipað og er gert við bókakápur í öðrum löndum. Í skólanum er plakat ekki bara plakat, heldur er það kallað "poster arts", taka alveg pósterinn á annað stig. Já, líst bara vel á pólland. Set hér til hliðar link á pólsk plaköt.

1 Comments:

Blogger Esther said...

Jahh, flestöll þessi plaköt eru alveg ótrúlega flott þó það sé kannski frekar skringilegur tvíverknaður að hanna alltaf nýtt fyrir hverja mynd.

Svo væri nú skemmtilegt að fara til Póllands til að vega upp á móti öllum Pólverjunum sem eru á Íslandi :)

14 June, 2006  

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker