Sunday, April 30, 2006

harðsperrur

Ég er að drepast í kálfunum, get varla hreyft mig. Já, þetta hljómar eins og ég hafi verið í hörku líkamsrækt, en nei, svo er nú ekki. Heldur var ég í gær að hjálpa Andi að flytja. Svo vill til að gamla íbúðin hennar er á 5.hæð, án lyftu. Svo vill líka til að 5.hæð í Berlín er ekki eins og 5.hæð í Reykjavík, nei, því að lofthæðin er svo rosaleg að stigarnir verða helmingi lengri. Við Helga fórum svona 50 ferðir með drasl, fínt að fara niður með draslið, en hrikalegt að labba upp aftur. Þess má geta að Helga er líka með harðsperrur svo að ég er ekki eini auminginn :)
Annars var mjög gaman að hitta vini Andi líka, verst var að þetta voru flest fjallmyndarlegir drengir, og ekki endilega gaman að hitta þá þegar maður er fjólublár í framan af þreytu eftir flutningana, úff, en þeir fengu þó líka að sjá mann sætan þar sem ég fór með Andi á tónleika um kvöldið. Þetta var bara ágætis kvöld, og má segja að afmælisdagurinn hafi bara verið ágætur.
Annars erum við Helga að fara á grímuball í Udk í kvöld. Verður nú vonandi gaman að sletta úr klaufunum með skólafélögunum og sjá hvort partýin jafnist á við í Lhí. Hlakkar til að fara í búninginn, fæ lánaða ljósa hárkollu hjá Andi, svo verð ég hvítmáluð í framan. Hugsa að ég verði bara soldið krípí og sjúskuð dúkka.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker