Monday, May 21, 2007

aðgerðarleysi

Ég er ekkert sérlega bloggfær þessa dagana, enda hafa seinustu dagar verið frekar óspennandi með nokkrum undantekningum þó. Fór aðeins út á föstudags og laugardagskvöldið. Fór líka á sýninguna mína með Aðalbjörgu og svo hitti ég gríslingana hennar tvo sem hafa þroskast ískyggilega miðað við þegar ég sá þá seinast. Núna eru þær farnar að standa og á hreyfingu út um allt hús. Mikið fjör hjá þeim. Svo i gær þurfti ég að hanga upp í kartöflugeymslu allan daginn. Það var frekar langdregið. Öll nafnspjöldin mín eru búin, 300 stykki, en ekki bólar á neinum verkefnum. Hmm. Sá það í gær, að það var pínku galli við að hafa svona sæta mynd á nafnspjaldinu mínu, því að krakkarnir rifust um að taka nafnspjald hjá mér. Frábært. Sé fyrir mér að ég fái fullt af verkefnum frá þeim. Fór svo upp í skóla til að hreinsa vinnusvæðið mitt, og því er ég núna með tvo svarta ruslapoka af drasli sem ég hef ekki hugmynd um hvar ég á að koma fyrir. Ætli það verði ekki verkefni vikunnar ásamt því að sækja um skóla og þess háttar rugl. Kannski ég prófi líka Sci Fi dópið mitt sem ég downloadaði og hef ekki þorað að prófa. Svona ef það skyldi í alvörunni virka...

1 Comments:

Blogger kristin said...

hæhæ skvís og takk fyrir röltið um sýninguna í dag :) ég steingleymdi að hrósa þér fyrir verkið þitt (var það ekki annars.. heilinn minn er ekki alveg tekin til starfa greyið) en þetta er mjög skemmtileg pæling hjá þér, enda finnst mér oft plakötin sem fylgja sumum myndum alveg hræðileg og komin tími til að hrista upp í þessu .. til hamingju og verðum í reunionbandi :)

23 May, 2007  

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker