Wednesday, May 09, 2007

heimska reykjavík

Þegar ég labbaði heim úr skólanum í seinustu viku, í hálfgerðu þunglyndi yfir að þurfa að eyða sumrinu á Íslandi, þá glaðnaði aðeins yfir mér. Afhverju, jú, ég labbaði niður laugaveginn, og á leið minni voru 4 rúmenskir harmonikkuspilarar með jöfnu millibili(ekki bara einn eins og vanalega). Þar sem mér finnst sígaunatónlist mikill gleðigjafi, þá var ég býsna hamingjusöm yfir þessum stórborgarbrag. Kannski Reykjavík væri ekki eins glötuð og mér finnst hún stundum. Sá fyrir mér heilt sumar, fullt af harmonikkutónlist og mannlífi. Þar sem mér finnst óþægilegt að labba um með ipod eða tónlist í eyrunum(finnst ég vera í tónlistarmyndbandi og ekki í takti við raunveruleikann), þá var ég ánægð að fá tónlist í bland við önnur umhverfishljóð. En nei, Reykjavík er víst eins glötuð og ég hélt. Er ekki búið að fljúga í burtu með tónlistarglöðu rúmenana mína, allt út af sígaunafordómum og heimskum kaupmönnum.

1 Comments:

Blogger kristin said...

jæja ertu nú orðin fræg ;)... já ég sá glitta í lokaverkið þitt í kastljósinu... þú og eiki rauði.... :)

09 May, 2007  

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker