Tuesday, May 15, 2007

yfirferð og gælugeitungar

Var í yfirferð á lokaverkinu áðan, held að mér hafi gengið vel, veit það samt ekki fyrir víst. Þessir prófdómarar eru ekkert að gefa of mikið upp að svo stöddu. Nú er maður því komin í "sumarfrí", aðeins að bíða eftir einkunnum og útskriftarathöfinni sjálfri. Þetta verður reyndar í fyrsta skiptið sem ég útskrifast með athöfn. Þegar ég kláraði 10.bekkinn fyrir austan þá fluttum við suður áður en útskriftin sjálf var. Svo kláraði ég náttúrulega aldrei menntaskólann officially, þrátt fyrir 160 einingar og rúmlega fjögur ár af námi. Þannig að þetta verður stór stund fyrir mig. Annars má benda fólki á að sýningin stendur yfir til 27. maí, opið alla daga frá 12-6, og mæli ég með því að allir fari og sjái.

Annars er það bara að bíða eftir að sumarið komi. Ég er þó ekki frá því að það sé farið að láta á sér kræla og er vorboðinn sjálfur geitungurinn farinn á stjá. Kötturinn hennar Elínar varð meira að segja fyrir geitungaárás(reyndar bara af einum geitungi, en þetta hljómar miklu betur svona).
En talandi um geitunga, þá fékk ég mjög skemmtilegar leiðbeiningar um daginn, um hvernig hægt sé að gera sér "gælugeitung".

-Fyrst er að veiða eitt stykki geitung, og best er að gera það í svona sodastreamflösku.

-Svo festiru sodastreamsflöskuna á sodastreamstækið, og gasar smá. Þá sofnar geitungurinn og hægt er að athafna sig hættulaust.

-Næst þarftu að ýta út broddinum, og brjóta af endanum.

-Svo binduru hár utan um búkin á geitungnum, rétt fyrir ofan vængina. Passar að binda ekki of fast, því þá fer hann í sundur.

-Að sjálfsögðu er geitungurinn nokkuð illur þegar hann vaknar. En þá ertu með hann í "bandi" og þú meiðir þig ekki neitt þegar hann stingu þig.

-Góða skemmtun á komandi sumri :)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker