Tuesday, May 08, 2007

allt að koma

Fór áðan með plakötin mín í prent og fæ þau nýbökuð og fín á morgun. Mér finnst samt hrikalegt að borga 23000 kall í prent, en það er samt ódýrt, því að þetta eru A0 plaköt og þau verða fómuð. Held ég nái jafnvel að vera með ódýrasta lokaverkefnið í hönnunardeild, þ.e ef að Helgi steli ekki titlinum af mér. Kemur í ljós.
Annars vil ég ekki uppljóstra of miklu um verkin mín, enda verður fólk bara að mæta á sýninguna, en get þó sagt að þetta er endurhönnun á fjórum kvikmyndaplakötum, og eru kvikmyndirnar sem ég valdi: The Matrix, Gattaca, The Sixth Sense og Eternal Sunshine of the spotless mind. Er einmitt búin að vera að vandræðast með þetta seinasta, og búin að hanna það fjórum sinnum! Held ég sé ekki dómbær á það lengur, en held það sé orðið fínt. En á samt ýmislegt eftir, þannig að ég ætla að halda áfram.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker