Sunday, May 06, 2007

Lóinn er kominn

Fór á Spiderman í bíó í gær. Það er ekkert betra en amerísk afþreyingarmynd þegar maður er þunglyndur eftir að hafa arkað um alla smáralind og kringlu í leit að rétta útskriftardressinu, en finna ekki neitt. Fórum í Laugarásbíó, það er búið að breyta stóra salnum. Núna er hann bara venjulegur og með þægilegri sætum. En ég var samt ekki alveg sátt við hann svona, því mér fannst gamli salurinn alltaf svo skemmtilegur. En þessi er samt allt í lagi, þarf bara að venjast honum. Finnst ég stundum eins og gömul rövlandi kelling, sem þolir ekki allar þessar breytingar.

Annars fór ég í 60s húsmóðursleik áðan. Þreif alla íbúðina, setti á mig svuntuna og bakaði skúffuköku og hlustaði á Gullbylgjuna á meðan. Ekkert hálfkák hérna. Ég kenni 60s veggfóðrinu í eldhúsinu um.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker