Monday, May 07, 2007

hvað á að kjósa?

Ég viðurkenni að ég hef ekki mikið nennt að fylgjast með kosningarövlinu undanfarið, þó það sé erfitt að láta það framhjá sér fara. Auglýsingar með fáránlegum loforðum birtast út um allt og er framsóknarflokkurinn þar háværastur. Greinilegt að þeir séu að reyna að höfða til yngri aldurshópa, kannski fatta þeir að gamlingjarnir eru löngu búnir að sjá í gegnum þá. Annars tók ég ansi skemmtilegt próf áðan á http://xhvad.bifrost.is þar er maður látinn svara spurningum um helstu kosningamálefni og svo færðu niðurstöðu um hvaða flokkur er mest sammála þér. Þetta er ekki scam frá sjálfstæðisflokknum :P, tékkaði á því, heldur algjörlega hlutlaust próf. Samkvæmt prófinu ætti ég að kjósa Vinstri-Græna, kemur mér nú ekkert sérlega á óvart. Hugsa að ég fari eftir því, eða skili bara auðu...

0 Comments:

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker