Saturday, January 27, 2007

mannskoðun

Ég tel mig mikinn mannskoðara, þ.e hef afskaplega gaman af því að horfa á fólk(þá er ég ekki að tala um í gluggagæjarakrípíleik), heldr bara að fylgjast með fólki og hvernig það gerir hlutina. Internetið er einstaklega gott tæki til mannskoðunar og tel ég að barnaland.is sé einstaklega góð síða til þess. Ekki það að ég skoði heimasíðurnar sjálfar neitt rosalega mikið, enda skoða ég bara síðuna hjá Hrefnu og Telmu.
En nei, þetta samfélag sem virðist hafa yfirtekið barnaland vekur áhuga minn. Alltaf eru að koma fréttir frá Barnalandi: kosninginn um fallegasta barnið, 17 umræðuvefir um break-up Magna og Eyrúnar(5000 manns tjáði skoðun sína), en svo er það líka nöfnin sem þessi blessuðu börn þurfa að bera sem er ekki síður áhugavert.Mjög auðvelt er að sjá þau tískunöfn sem eru í gangi hverju sinni, enda það fólk sem aðhyllist tískunöfn stór hópur barnalandsnotenda.
Svo eru það anskotans bumbubúarnir. Ég á mjöööög erfitt með að skilja fólk sem skýrir síðu barnsins síns bumbu-eitthvað. Held það sé lágmarkið að reyna að vera frumlegur. Á barnalandi eru 32 síður sem heita:Bumbubúi og eitthvað nafn,
23 sem heita: Bumbukríli og eitthvað nafn
svo má ekki gleyma öllum Bumbukrúttunum, Bumbulínunum, Bumbusunum, Bumbusnúllum og öllu því sem fólki dettur í hug að bæta fyrir aftan orðið "bumba".

Nýlega uppgötvaði ég aðra síðu sem er stórskemmtileg. Fasteignasíður mbl.is. EKki er ég nú í húsnæðisleit en á þessum stórskemmtilegum tímum digital camerunnar, þá er mjög auðvelt að skella inn myndum af heimlinum. Og hvað finnst mér svona skemmtilegt, jú hvað sumt fólk á ógeðslega ljót og ósmekkleg heimili! Ég er ekki að reyna að vera leiðinleg og illgjörn, en sumt fólk hefur bara alveg stórmerkilegan smekk og tekur afskaplega furðulegar ákvarðanir þegar kemur að húsgagna eða litavali. Jæja, segi þetta nóg í bili og góða skemmtun ;)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker