Sunday, January 07, 2007

crépes, absinthe og almennt djamm

Ótrúlega skrítið hvernig maður byrjar að skoða einn hlut á netinu og endar svo í einhverju allt öðru. Fór á Amazon til að skoða hönnunarbækur, finn þá bók eftir Ditu Von Teese um Burlesque, og fór þá að gúgla Burlesque og lenti á grein á wikipediu um það og endaði svo með því að lesa grein um Absinthe. Nokkuð merkilegt.
Annars fór ég út í gær, og í fyrradag. Fór á Kaffibarinn, það var fínt, svona eins og venjulega og ekkert merkilegt gerðist. Dansaði og drakk þó mjög mikið. Eins og venjulega. EInhver gaur kastaði glasi í annan gaur og fékk sá gaur sár á hausinn og það blæddi mikið. Svo fer glasakastarinn og tekur mitt glas af borðinu og virðist ætla að stela drykknum mínum! Vinkonu minni fannst ég skrítin að rífa glasið aftur af honum. Eins og það að kasta glösum í fólk vinni þér inn fría drykki! Það sem fólki dettur í hug. Annars tók ég mig til og bakaði Crépes í morgunmat. Ekki amalegur morgunmatur það. Crépes með sykri og pepsi. Gæti ekki verið betra. Annars er mjög einfalt að gera Crépes. Hér er uppskriftin:

1 bolli hveiti
3/4 bolli mjólk
1/2 bolli vatn
3msk bráðið smjör
2 stór egg

Að sjálfsögðu er þetta bara eins og að baka pönnukökur, en þær eru ekki eins feitar og sætar og þessar íslensku. Líka gott að búa til einhverja góða tómatsósu með þessu til að hafa í kvöldmatinn. Ég geri oftast með tómat, basíliku, gulrótum og lauk. Namminamm. Allavega, nóg rugl, borðið Crépes. Nennir einhver að kommenta, sé á trackernum mínum að það er fólk sem les þetta. You can´t hide!

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Crépe með hrísgrjónum og humar...jammíí og smá sinnepssósu...
kveðja Guðbjörg

08 January, 2007  
Anonymous Anonymous said...

Ekki Marilyn Manson? Hann á að vera tengdur Ditu og Absinthi...

17 January, 2007  

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker