Wednesday, January 03, 2007

að fullorðnast

Þar sem það kemur nú nýtt ár, þá fer maður að fatta að maður fer að eldast um enn eitt árið. Ég verð nú sjálf 24 ára og þá fer maður svolítið að hugsa um að maður fari að "fullorðnast". Samt þegar ég fer að hugsa um "að fullorðnast", þá fer maður ósjálfrátta að hugsa um framtíðina og hvar maður sér sig eftir 10 ár eða svo. Ég hef hugsað að kannski verð ég gift og með börn og hús. En ég sé það ekki fyrir mér.
Veit ekki einu sinni hvort mig langi í börn, mann og hús. Finnst börn yndisleg, en ég vil hafa þau í öruggri fjarlægð, geta sloppið frá þeim líka og verið skemmtilega frænkan í staðinn. Einhver verður að vera skemmtilega frænkan. Veit ekki hvort ég eigi eftir að gifta mig, skil eiginlega ekki ástæðuna fyrir því að gifta sig. Hvað það varðar að eignast hús eða bíl, þá held ég að ég sleppi því. Ekki nema að ég eigi því mun meiri pening. Vil ekki þá skuldbindingu sem felst í því að þurfa að búa á Íslandi því ég geti ekki farið frá öllum hlutunum sem ég er búin að "kaupa". Flestir enda með því að láta hlutina eiga sig og láta eignir stjórna gerðum sínum.
Nehh, held ég verði bara ekkert "fullorðin" í þessum skilningi...

0 Comments:

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker