Tuesday, January 23, 2007

hóstamixtúruoverdoes

Var dugleg í gær, í fyrsta skiptið í langan tíma. Fór með Ingunni upp í þjóðarbókhlöðu, þar sem ég loksins drullaðist til að skrifa eitthvað af viti fyrir þessa BA ritgerð. Var búin að gleyma hvernig svona skólabókasöfn eru. Upp í LHÍ vinnur maður sjaldan á bókasafninu, svo að ég hef ekki setið á bókasafni að læra síðan í FB. Var búin að gleyma hvað loftið er þurrt og andrúmsloftið þvingandi, þannig að maður þorir varla að anda og getur ekki gert neitt nema að læra. En það virkar, maður kemur einhverju í gegn. Man þegar ég var í FB að eins og ég eyddi alveg ágætis tíma á bókasafninu þar, þá gerði ég það sjaldnast fyrir próf. Allir svo stressaðir að orkan varð eitthvað svo óþægileg. Fór frekar eitthvað annað.

Allavega, annars er ég búin að vera hálfslöpp í dag og með leiðindarhósta. Las samt ekki leiðbeiningarnar sem fylgdu með hóstamixtúrunni, sem er bara svona venjuleg hóstamixtúra, og ég fékk mér alltof mikið af henni. Svo góð á bragðið. En svimar smá og er þurr í munninum, sem eru víst aukaverkanir ef maður tekur of mikið. Já, dáldið hallærislegt, ég veit. Annars held ég fari bara að sofa. Horfði á tvær góðar myndir í dag þó, önnur var Thank you for smoking, sem já, var bara geðveik. Hina hef ég séð hundrað sinnum og er alltaf jafn skemmtileg, High Fidelity. John Cusack líka eitthvað svo hæfilega depressed og aðlaðandi í henni ;)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker