Thursday, January 11, 2007

Fanný er týnd

Hversu mikil áhrif hefur nafnið okkar á okkur? Einu sinni hélt ég að börn sem væru skírð skrítnum og sjaldgæfum nöfnum væru alltaf lögð í einelti í skóla og þess vegna yrðu þeir listamenn eða eitthvað tengt því. Núna held ég að það sé frekar uppeldið. Það er engin tilviljun að börnin í Austurbæjarskóla heiti gömlum, íslenskum nöfnum eins og Hrólfur, Urður og Eyja, á meðan börnin í Seljaskóla heita Alexander, Mónika og Ísabella. Það er bara allt annar hópur fólks sem kýs að setjast að í Austurbænum en þeir sem búa í Seljahverfi. Þar af leiðandi hlýtur það að hafa áhrif á hvernig fólk kýs að eyða ævinni.
Hef oft hugsað um, hvernig það væri ef ég héti öðru nafni. Og hvaða nafn myndi "passa" við mig. Hef svosum alltaf sætt mig við Fanney, en ég gæti ekki sætt mig við Fanný. Einhverra hluta vegna hefur það nafn alltaf farið alveg óendanlega í taugarnar á mér. Líka mjög pirrandi þegar ég er í útlöndum og kölluð Fanny. Hata það. Sennilegast hata ég það bara því það er svo líkt mínu nafni. En nóg um þetta, er þreytt og rugluð. Var loksins að klára að horfa á 2.seríu af Lost. Þar sem ég hef "sambönd" ólíkt öðrum fjölskyldumeðlimum mínum ;), þá ætla ég ekki að býða eftir Lost þar til það byrjar í hjá Rúv, heldur fæ ég fyrstu 10 þættina af 3.seríu á morgun. Góða nótt

0 Comments:

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker