Monday, January 01, 2007

gleðilegt ár!

Var nú búin að læra að segja Gleðilegt ár á nokkrum öðrum tungumálum í gærkveldið, króatísku, ítölsku, spænsku og dönsku, en einhvers staðar í ölæðinu gleymdist það. Við Jeppe byrjuðum gamlárskvöldið með því að elda lambalæri og meðlæti. Þetta var alveg hrikalega góð máltíð og ég er bara nokkuð stolt af okkur fyrir afrekið að elda "alvöru steik og alles". Eftir það horfði ég nú á þetta blessaða áramótaskaup, sem ég kemst alltaf meira að á hverju árinu að ég hefði átt að sleppa. Afhverju eyðir maður dýrmætum klukkutíma í enda ársins í svona leiðinlegan þátt. Ætti maður ekki að nota afganginn af árinu í eitthvað annað. Fyndið samt allt þetta fár yfir að árið sé að líða, ég meina, hvað er ár, eða tími yfirleitt nema eitthvað sem við samþykktum að væri til. Hmm, ætti kannski bara að búa til mitt eigið tímatal. Allavega, fórum svo upp í hallgrímskirkju til að horfa á árið líða þaðan. Hef aldrei verið þar áður á áramótunum og ekki laust við að ég væri pínku hrædd. Auðvitað var rosa stemming og allt það, en fólk var svo að skjóta flugeldum allt í kringum mig, var pínku skelkuð verð ég að segja. Við Jeppe fórum svo í partí hjá tveimur vinum hans, sem ég komst svo að að ég þekkti í sitthvoru lagi. Þetta var bara ágætis partí og mjög alþjóðlegt. Hitti einmitt dáldið marga sem ég þekkti, einmitt líka úr sitthvoru lagi, þannig að það var ágætt.
Jæja, en hvað áramótaheit þetta árið varðar, þó ætla ég ekki að hætta að drekka kók. Er búin að segja það held ég á hverju ári og aldrei tekst það. Set mér raunhæfari markmið núna.
nr1) Ætla að fara oftar út með ruslið. Á það til að gleyma því ansi oft og lendir sú kvöð oftast á Jeppe.
nr2) Ætla að fara að kaupa mér eina hönnunarbók í hverjum mánuðir, ætlaði að vera byrjuð á þessu, en bailaði á því, en núna er engin afsökun, því þetta er nú áramótaheit.
nr3) Ætla að heimsækja allavega 4 útlönd á þessu ári.
nr4) Er búin að ákveða eitt fyrir ykkur, lesendur góða, því ég veit að það er fólk sem les þetta blogg í laumi, trackerinn minn segir það, þið ætlið að commenta oftar á mig!

0 Comments:

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker