Wednesday, June 07, 2006

afslöppun

afslöppun hjá mér, en ekki hjá bekknum mínum. Það góða við Lhí er að maður venst því að vinna með deadline, 2-3 vikur í hvert verkefni. Þannig er það yfirleitt ekki í Udk, og því er bekkurinn minn og kennarinn að fríka út af stressi yfir frímerki sem við erum að vinna fyrir keppni hjá þýska póstinum og höfum við 3 vikur. Ég er nú ekkert stressuð yfir þessu, en vá, var meira að segja auka tími í dag til að vinna að þessu, en ég og Lauren mættum ekki, enda vorum við í þýskukennslu. Nenntum heldur ekki að eyða þessum sólskynsríka degi inni með stressuðum þjóðverjum. Skil bara ekki hvernig fólk ætlar að fúnkera í hönnunarheiminum þar sem hlutirnir þurfa að vera tilbúnir í gær, ef þeir læra þetta ekki strax í skólanum.
Allavega, við Andi fórum í gærkveldi á Randlager þar sem var hryllingsmyndakvöld í tilefni af 6.6.6. Myndin sem var sýnd heitir "the hills have eyes" og er frá 1975 eða eitthvað. Algjör B-mynd og var alls ekki hryllileg heldur óendanlega fyndin. Skemmti mér alveg konunglega. Jæja, ætla að njóta góða veðrisins, spurning hvort maður skellir sér í Swing í kvöld, kemur í ljós...

0 Comments:

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker