Saturday, June 03, 2006

moskítómatur

Ég er komin aftur í borgina, útúrstungin af moskítóflugum og nefið aumt eftir að klessa á glerhurð, that´s just me. En sveitin var fín. Sauen er...já, mjög lítið þorp eða bara ein gata réttara sagt. Skógur í kring og falleg náttúra. Húsið sem við vorum í var mjög flott, gamalt ríkrabónda setur með hreindýra hausa á veggjunum og hrikalega ljóta hreindýrahornaljósakrónu, mjög smekklegt :/
Annars var það svo gott að Wagenbreth kennarinn minn var veikur heima af bakverkjum þannig að hann kom ekki með, veit að þetta hljómar frekar illgjarnt, en þetta gerði dvöl mína talsvert ánægjulegri. Kennarinn frá Leipzig kenndi okkur bara í staðinn og hann er talsvert frjálslegri og leyfir manni meira að gera það sem maður vill, en þannig á það auðvitað að vera. Þurftum að búa til littla bók og í henni átti maður að nota náttúruna sem innblástur. Leipzig krakkarnir voru eitthvað mikið í sögugerð og gerðu flestir einhverjar skordýrateiknimyndasögur á meðan minn bekkur var allur í að gera mjög nákvæmar teikningar af blómum og skordýrum, svona útskýringarmyndir eins og er í svona blóma og skordýrabókum. En svo kem ég, óagaði íslendingurinn krassaði upp flugur með einni línu. En það var auðvitað ógeðslega flott ;) og ég ákvað að gera smá grín af þessu öllu saman og búa til bók sem heitir " Das kleine, extreme längweilige Buch über Insekten" eða á góðri íslensku " Litla og einstaklega leiðinlega bókin um Skordýr" eða kannski er það ekki góð íslenska? Allavega, og bókin verður með mjög þurrum og nákvæmum texta um ákveðin skordýr og hafa svo krassmynd af þeim við hliðina á. Þannig að þar sem ég get ekki teiknað þau nákvæmt, þá skrifa ég bara detailin. Mjög gott.
Já, fór svo í gær með Helgu á Singapore Sling tónleika, þar var margt um manninn og sennilega flestir Íslendingar. Tónleikarnir voru allt í lagi miðað við Singapore Sling, allt hljómaði nákvæmlega eins, en það var ágætt að horfa á þá, ekki ómyndarlegir menn þar á ferð.
En núna þarf ég að fara í búningaleit, er að fara í partí í kvöld þar sem þemað er Sirkus. Stelpa í bekknum mínum heldur partíið og það verður örugglega glens og gaman, tschüβ!

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

hæhæ Fanney, sibba hér fyrrverandi vinnufélagi :) rakst á síðuna þína og hef skemmt mér við að lesa hana, endilega hafðu samband....það væri gaman að heyra í þér :)
sibba_84@hotmail.com

04 June, 2006  

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker