Monday, June 05, 2006

Cirkuspartí og Dear Wendy

jább, fór í Cirkuspartíið hjá MIllu í bekknum mínum á laugardaginn. ÞEtta voru 3 íbúðir sem voru hlið við hlið í stigaganginum, þannig að það var nóg pláss og glás af fólki. Þetta var alveg stórskemmtilegt partí. Setti myndir inn hérna til hliðar. Við Andi fórum úr partíinu um 4 leitið og fórum þá á 8mm til að drekka Absint. Það er mjög gott, þó það sé kannski ekki alveg það sniðugasta sem maður gerir svona seint, en við komum heim upp úr 6. En þetta var góður endir á góðu kvöldi. Í gær fór ég svo skelþunn með Helgu á Carnival der Culturen. Risa karnival og allt of mikið af fólki, en ágætt að fara þó alls ekkert nauðsinlegt.
Í gærkvöldi ákvað ég að taka því rólega til tilbreytingar, þó það hefði verið freystandi að fara á White Trash, vitandi að það væri swingpartí, en ég held ég hefði ekki höndlað að fara 4ða kvöldið í röð út. Við Andi tókum því bara spólu í staðinn, Dear Wendy heitir hún. Nokkuð góð mynd, þó ég verði að segja að hún er ótrúlega skrítin en ógeðslega fyndin. Ég vissi ekkert um myndina áður en ég sá hana, og sagði við Andi eftir að hafa klárað hana að hún minnti mig dáldið á Dogville. Þá sagði hún mér að þetta væri Lars Von Trier mynd. Greinilega sterk höfundareinkenni þar á bænum eða ég ógeðslega klár að fatta það ;)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker